Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Halldórsson

(22. júlí 1844 – 26. dec. 1924)

. Bóndi, skáld. Foreldrar: Halldór Þorláksson (af Kjalarnesi) og kona hans Sigríður Sigurðardóttir á Lækjamóti, Jónssonar. Ólst upp í Víðidal. Bóndi á Torfustöðum og Skarfshóli í Miðfirði og síð31 ast á Efri-Þverá í Vesturhópi.

Góður hagyrðingur (sjá Lbs.).

Kona 1: Sigurlaug Bjarnadóttir frá Gilhaga í Vatnsdal. Af börnum þeirra komst upp: Hallmann, býr í Garði suður. Kona 2: Kristín Þorsteinsdóttir frá Laxárnesi í Kjós. Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Karl brúarsmið Friðriksson, Halldór á Efri-Þverá, síðar í Rv. Dóttir Sigurðar áður en hann kvæntist (með Maríu Gunnarsdóttur): Ólöf átti fyrr Sigvalda Þorsteinsson frá Stóruhlíð, síðar Björn J. Jósafatsson á Gauksmýri (Ýmsar upplýsingar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.