Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Gíslason, Dalaskáld

(– –2. júní 1688)

Skáld (líkl. í Bæ í Miðdölum).

Foreldrar: Gísli Ólafsson að Sauðafelli, Hannessonar, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir prests í Miklaholti, Finnssonar. Var fróður maður og skýr, skáld gott (sjá Lbs.), en nokkuð gáskafullur. Settur lögsagnari í Dalasýslu 1683. Drukknaði á leið undan jökli. Um viðureign hans og Leirulækjar-Fúsa eru sagnir prentaðar, sjá og þátt af þeim eftir Gísla Konráðsson.

Kona: Kristín Guðmundsdóttir í Þykkvaskógi, Björnssonar.

Sonur þeirra: Jón skáld og sýslumaður í Bæ (BB. Sýsl.; Saga Ísl. V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.