Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Gíslason

(6. febr. 1798 [29. okt. 1801, Bessastsk. og Vita]– 19. ág. 1874)

Prestur,

Foreldrar: Síra Gísli Einarsson í Selárdal og kona hans Ragnheiður eldri Bogadóttir í Hrappsey, Benediktssonar.

Lærði fyrst hjá föður sínum, tekinn í Bessastaðaskóla 1818, stúdent 1825, með meðalvitnisburði. Vígðist 8. okt. 1826 aðstoðarprestur síra Jóns skálds Hjaltalíns á Breiðabólstað á Skógarströnd og gegndi því prestakalli eftir lát hans, fram á vor 1838. Fekk Stað í Steingrímsfirði 6. nóv. 1837, lét þar af prestskap 1868, fluttist síðan að Kleifum í Gilsfirði og andaðist þar. Var búhöldur góður.

Kona (1827): Hildur (f. 12. mars 1795, d. 23. júní 1862) Guðmundsdóttir prests á Stað í Hrútafirði, Eiríkssonar, og voru þau systrabörn.

Börn þeirra, sem upp komust: Ingveldur átti Eggert hreppstjóra Jónsson að Kleifum í Gilsfirði, síra Guðmundur Gísli skáld í Gufudal, Ragnhildur átti Bjarna í Kálfanesi Jónsson alþingismanns í Ólafsdal, Bjarnasonar (Bessastsk.; Vitæ ord. 1826; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.