Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Guðnason

(22.ágúst 1819 – 8. júní 1884)

. Umboðsmaður. Foreldrar: Guðni Hallgrímsson á Ljósavatni og kona hans María Ólafsdóttir prests í Blöndudalshólum, Tómassonar.

Bóndi á Ljósavatni frá 1846 til æviloka. Umboðsmaður Norðursýslujarða og hreppstjóri. Var framfara- og áhugamaður í búnaðar- og félagsmálum. Einn af forgöngumönnum að stofnun verzlunarfél, í Háls- og Ljósavatnshr. 1844, er starfaði um árabil og var ein af þeim stoðum, er runnu undir stofnun Kaupfélags Þingeyinga síðar.

Kona: Björg Halldórsdóttir á Hallgilsstöðum, Kristjánssonar (á Illugastöðum, Jónssonar).

Börn þeirra: María Stefanía átti Harald Þorláksson frá Stóru Tjörnum (fóru til Vesturheims 1872), Guðni Stefán fór til Vesturheims 1873, Guðný Arnfríður átti Stefán Einarsson í Möðrudal, Sigurbjörg Hólmfríður (Ýmsar upplýsingar; II).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.