Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Guðmundsson

(um 1637–1704)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur Gíslason í Kollabæ og kona hans Maren Einarsdóttir prests á Stað í Steingrímsfirði, Sigurðssonar.

Fekk Fljótshlíðarþing 1665, vígðist 30. apríl s.á., missti prestskap vegna barneignarbrots 1694 (sjá síðar), bjó í Butru og andaðist þar.

Kona: Guðrún Árnadóttir að Staðarfelli, Gíslasonar.

Börn þeirra: Guðmundur, Málmfríður, Helga, Guðríður. Eftir að síra Sigurður var orðinn ekkjumaður, átti hann barn (Ásdísi) með bróðurdóttur konu sinnar, Ingibjörgu Steinólfsdóttur, og missti þá prestskap, og hefði mátt verða hálla á, en kom þó fébótum fyrir sig. Ingibjörg sú átti síðar síra Einar Sigurðsson á Hofi á Skagaströnd (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.