Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ari Jónsson
(– –7. nóv. 1550)
Lögmaður norðan og vestan 1529–41.
Foreldrar: Jón byskup Arason og Helga Sigurðardóttir, Sveinbjarnarsonar.
Við lögmannskjör 1529 fylgdu vestanmenn og Ögmundur byskup Þorleifi Þálssyni að Skarði, en Norðlendingar Ara. Voru gerð kosningarbréf handa báðum, en konungur staðfesti kjör Ara, hvort sem hann hefir fengið kjörbréf Þorleifs nokkurn tíma eða of seint. Hann sagði af sér lögsögn 1541 og lýsti því jafnframt, að hann vildi hylla Kristján þriðja eftir ákvæðum gamla sáttmála. Hélt Vaðlaþing og bjó að Möðrufelli. Talinn atgervismaður mikill. Fylgdi föður sínum í stórræðum hans og var handtekinn með honum og síra Birni, bróður sínum, Í Sauðafellsreið og hálshögginn með þeim í Skálholti.
Kona: Halldóra Þorleifsdóttir á Möðruvöllum, Grímssonar.
Börn þeirra: Helga átti Pál sýslumann Jónsson að Reykhólum (Staðarhóls-Pál), Þóra átti Sigurð Þorbergsson, Bessasonar.
Þess getur sumstaðar, að Ari hafi átt launbarn með Þórunni Jónsdóttur, sem nefnd er ríka og er reyndar ókunn, en ekki hefir það komizt upp (börn eru henni og eignuð með öðrum mönnum) (Dipl. Isl.; Safn TI; BB. Sýsl.; PEÓI. Mm; Saga Ísl. IV).
Lögmaður norðan og vestan 1529–41.
Foreldrar: Jón byskup Arason og Helga Sigurðardóttir, Sveinbjarnarsonar.
Við lögmannskjör 1529 fylgdu vestanmenn og Ögmundur byskup Þorleifi Þálssyni að Skarði, en Norðlendingar Ara. Voru gerð kosningarbréf handa báðum, en konungur staðfesti kjör Ara, hvort sem hann hefir fengið kjörbréf Þorleifs nokkurn tíma eða of seint. Hann sagði af sér lögsögn 1541 og lýsti því jafnframt, að hann vildi hylla Kristján þriðja eftir ákvæðum gamla sáttmála. Hélt Vaðlaþing og bjó að Möðrufelli. Talinn atgervismaður mikill. Fylgdi föður sínum í stórræðum hans og var handtekinn með honum og síra Birni, bróður sínum, Í Sauðafellsreið og hálshögginn með þeim í Skálholti.
Kona: Halldóra Þorleifsdóttir á Möðruvöllum, Grímssonar.
Börn þeirra: Helga átti Pál sýslumann Jónsson að Reykhólum (Staðarhóls-Pál), Þóra átti Sigurð Þorbergsson, Bessasonar.
Þess getur sumstaðar, að Ari hafi átt launbarn með Þórunni Jónsdóttur, sem nefnd er ríka og er reyndar ókunn, en ekki hefir það komizt upp (börn eru henni og eignuð með öðrum mönnum) (Dipl. Isl.; Safn TI; BB. Sýsl.; PEÓI. Mm; Saga Ísl. IV).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.