Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Guðmundsson

(9. mars 1833–7. sept. 1874)

Málari.

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson á Hellulandi og kona hans Steinunn Pétursdóttir frá Ási í Hegranesi (föðursystir Ólafs alþm. Sigurðssonar að Ási).

Fór til Kh. haustið 1849 og nam þar málaralist, þar á meðal í listaháskólanum. Kom alfari til landsins aftur 1858 og dvaldist síðan í Rv. Lagði mjög stund á menningarsögu Íslendinga og lagfærði kvenbúninginn (sjá ritg. í Nýjum félagsritum 1857), stýrði forngripasafninu til æviloka, gerði leiktjöld til sjónleika í Rv., dró upp staði, mannamyndir o. fl. Orkti (pr. er Aldahrollur í Alm. þjóðvinafélags 1924), samdi jafnvel leikrit (nefnt er Smalastúlkan). Pr. eftir hann ella: Skýrsla um forngripasafn Íslands I–II, Kh. og Rv. 1868–70; Alþingisstaður hinn forni, Kh. 1878. Ókv. og bl. (Útfm., Rv. 1875; C. Rosenberg: En isl. Kunstner; Nord. Tidskr., Stockh. 1881; Ævim., sérpr. úr Þjóðólfi 1888).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.