Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Guðmundsson

(8. sept. 1783–1. nóv. 1853)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Guðmundur sýslumaður Pétursson í Krossavík og f.k. hans Þórunn Pálsdóttir. Mun hafa orðið stúdent úr heimaskóla 1803 frá Geir byskupi Vídalín, fór utan 1807 til Kh. og hugði að nema læknisfræði, en tók þar engin próf. Kom til landsins 1809, var á Valþjófsstöðum 1811, bjó á Víðivöllum ytri 1812–18, að Brekku 1818–20, á Eyjólfsstöðum á Völlum 1820–47, fór þá að Svalbarði í Þistilsfirði og andaðist þar. Hann hafði um hríð umboð Skriðuklausturs.

Kona (1811): Ingunn (f. 7. jan. 1790, d. 23. sept. 1862) Vigfúsdóttir prests á Valþjófsstöðum, Ormssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Vigfús í Sauðanesi, Þórunn átti Stefán stúdent og umboðsmann Jónsson á Snartarstöðum, Bergljót átti Björn stúdent Skúlason á Eyjólfsstöðum, Þorsteinn Metúsalem í Hamragerði, Páll silfursmiður að Höfðahúsum, Guttormur síðast í Beinárgerði, Malen (eða Malena) átti Jón Þorláksson í Kollavík í Þistilsfirði, Guðlaug átti Þórð smið Þorsteinsson úr Krossavík (þau bræðrabörn), Einar á Eyjólfsstöðum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.