Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurður Guðmundsson
(3. sept. 1878 – 10. nóv. 1949)
.
Skólameistari. Foreldrar: Guðmundur (d. 2. mars 1922, 72 ára) Erlendsson á Æsustöðum í Langadal, síðar hreppstjóri í Mjóadal, og kona hans Ingibjörg Guðrún (d. 6. mars 1922, 73 ára) Sigurðardóttir á Reykjum á Reykjabraut, Sigurðssonar. Stúdent í Rv. 1902 með 1. eink. (91 st.). Lauk meistaraprófi í norrænni málfræði við háskólann í Kh. 15. dec. 1910.
Stundakennari í menntaskólanum í Rv. 1911–20; kennari í kennaraskólanum í Rv. (í stað dr. Björns Bjarnasonar) 1912– 17; skipaður kennari þar 1. okt. 1917. Skipaður skólameistari gagnfræðaskólans á Akureyri, síðar menntaskóla þar, 3. júlí 1921. Fekk lausn frá embætti 19. sept. 1947 frá 1. dec. s.á., fluttist þá til Rv. og lézt þar.
R. af fálk. 1930; r. af dbr. 1940.
Ritstörf: Ágrip af forn-íslenzkri bókmenntasögu, Rv. 1915 og 1930; Heiðnar hugvekjur og mannaminni (greinar áður birtar í tímaritum og ræður fluttar í menntaskóla Akureyrar og víðar), Ak.1946; Á sal (ræður), Rv. 1951; formáli (um Svein Pálsson lækni) að ævisögu Bjarna Pálssonar landlæknis, Ak. 1944; Um kvæði Bjarna Thorarensens (Samtíð og saga); Ýmsar fleiri ritgerðir í tímaritum (sjá Br7.) og ræður í skólaskýrslum gagnfræðaskóla og Menntaskóla á Akureyri. Kona (28, apr. 1915): Halldóra (f. 7. apr. 1892) Ólafsdóttir prests í Kálfholti, Finnssonar. Böm þeirra: Ólafur læknir, Þórunn átti R. A. C. Tunard í Boston, z Lincolnshire, á Englandi, Örlygur listmálari, Guðmundur Ingvi fulltrúi hjá sakadómara í Rv., Steingrímur ritstj. (Br7.; B.J.: Ísl. Hafnarstúdentar; o. fl.).
.
Skólameistari. Foreldrar: Guðmundur (d. 2. mars 1922, 72 ára) Erlendsson á Æsustöðum í Langadal, síðar hreppstjóri í Mjóadal, og kona hans Ingibjörg Guðrún (d. 6. mars 1922, 73 ára) Sigurðardóttir á Reykjum á Reykjabraut, Sigurðssonar. Stúdent í Rv. 1902 með 1. eink. (91 st.). Lauk meistaraprófi í norrænni málfræði við háskólann í Kh. 15. dec. 1910.
Stundakennari í menntaskólanum í Rv. 1911–20; kennari í kennaraskólanum í Rv. (í stað dr. Björns Bjarnasonar) 1912– 17; skipaður kennari þar 1. okt. 1917. Skipaður skólameistari gagnfræðaskólans á Akureyri, síðar menntaskóla þar, 3. júlí 1921. Fekk lausn frá embætti 19. sept. 1947 frá 1. dec. s.á., fluttist þá til Rv. og lézt þar.
R. af fálk. 1930; r. af dbr. 1940.
Ritstörf: Ágrip af forn-íslenzkri bókmenntasögu, Rv. 1915 og 1930; Heiðnar hugvekjur og mannaminni (greinar áður birtar í tímaritum og ræður fluttar í menntaskóla Akureyrar og víðar), Ak.1946; Á sal (ræður), Rv. 1951; formáli (um Svein Pálsson lækni) að ævisögu Bjarna Pálssonar landlæknis, Ak. 1944; Um kvæði Bjarna Thorarensens (Samtíð og saga); Ýmsar fleiri ritgerðir í tímaritum (sjá Br7.) og ræður í skólaskýrslum gagnfræðaskóla og Menntaskóla á Akureyri. Kona (28, apr. 1915): Halldóra (f. 7. apr. 1892) Ólafsdóttir prests í Kálfholti, Finnssonar. Böm þeirra: Ólafur læknir, Þórunn átti R. A. C. Tunard í Boston, z Lincolnshire, á Englandi, Örlygur listmálari, Guðmundur Ingvi fulltrúi hjá sakadómara í Rv., Steingrímur ritstj. (Br7.; B.J.: Ísl. Hafnarstúdentar; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.