Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Guðmundsson

(25. júlí 1876–12.febr.1940)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur Þormóðsson að Ásum í Gnúpverjahreppi og Ingunn Árnadóttir (launsonur). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1893, stúdent 1899, með 2. einkunn (68 st.), fór utan sama haust til háskólanáms í Kh., lauk þar prófi í heimspeki 18. júní 1900, lagði stund á lögfræði, kom til landsins 1903, gekk í prestaskólann, tók próf 1906, með 2. eink. (70 st.).

Vígðist 23. sept. 1906 aðstoðarprestur síra Helga Árnasonar í Ólafsvík, Fekk Stað í Kinn 27. nóv. 1908, bjó að Vatnsenda, fekk þar lausn frá prestskap 31. jan. 1919, fluttist til Rv. og stundaði þar skrifstofustörf, var ritari verzlunarráðs til æviloka.

Kona (16. júní 1909):: Dóróthea Bóthildur (f. 30. sept. 1882), dóttir Cl. Proppés bakara í Hafnarfirði.

Sonur þeirra, sem upp komst: Ragnar læknir (BjM. Guðfr.; Kirkjuritið 1940; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.