Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Guðmundsson

(17. dec. 1795–15. mars 1869)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Guðmundur Jónsson að Syðra Hóli á Skagaströnd og kona hans Guðrún Gunnarsdóttir. Bjó á Heiði í Gönguskörðum, góðu búi.

Vel gefinn dugnaðarmaður og vel metinn, skáldmæltur(pr. eftir hann Varabálkur, Ak. 1872, 2. pr. sst. 1900). Sálmur er pr. eftir hann í viðbæti sálmab. 1861. Í Lbs. eru kvæði eftir hann.

Kona: Helga Magnúsdóttir prests í Fagranesi, Árnasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Magnús, Guðmundur á Heiði, Sigríður, Guðrún átti Stefán Stefánsson á Heiði (Varabálkur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.