Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Guðmundsson

(13. ág. 1861–23. okt. 1917)

Bóndi.

Foreldrar: Guðmundur Brynjólfsson að Keldum og þriðja kona hans Þuríður Jónsdóttir.

Bjó 1 ár í Vetleifsholti, síðan í Helli 1885–1907, þá að Selalæk og jafnframt að Helli til æviloka. Var lengi oddviti í Ásahreppi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum bænda. Einn hinn mesti búhöldur og hagsýnn, fekk tvívegis verðlaun fyrir ritgerðir um húsagerð og um búreikninga (pr. í Búnaðarriti).

Var efnamaður.

Kona (1884): Ingigerður Gunnarsdóttir hreppsjóra í Eystra Kirkjubæ á Rangárvöllum, Einarssonar.

Börn þeirra: Gunnar lögfræðingur í Rv, Guðbjörg átti Ingólf bifrstj. Sigurðsson í Rv., Kristín átti Ísak Eiríksson að Ási í Holtum (Sunnanfari XII; Óðinn X).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.