Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Guðlaugsson

(2. mars 1764–12. febr. 1840)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Guðlaugur Sveinsson að Vatnsfirði og kona hans Rannveig Sigurðardóttir sýslumanns á Hvítárvöllum, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1781, stúdent 1. maí 1785, með góðum vitnisburði, fór utan 1786, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 3. apr. 1787, með 2. einkunn, próf í heimspeki 1788, með 2. einkunn, lagði fyrst stund á guðfræði, síðan lögfræði, ætlaði til Íslands 1794, en varð afturreka til Noregs, var á þriðja ár barnaskólakennari í Arendal, kom til landsins 1797 og varð veræzlunarstjóri í Reykjavík, gegndi sýslumannsstörfum í Gullbringu- og Kjósarsýslu í maí 1798, sinnti síðan verzlun og málaflutningi, settur 22. nóv. 1805 sýslumaður í Snæfellsnessýslu frá 1. febr. 1806 og hélt því starfi til 1817, aftur settur þar um hríð 1819, bjó frá 1815 í Gröf í Eyrarsveit, var um hríð frá 1828 til heimilis í Otradal, en andaðist í Vigur. Hann var talinn greindur og „ekki óheppinn dómari“, enginn búmaður, enda greiðvikinn, drykkfelldur og heilsutæpur.

Kona (1816): Elena Kristín (d. 4. dec. 1827, 45 ára) Erlendsdóttir prests að Þæfusteini, Vigfússonar, ekkja Jóns prentara Jónssonar að Hólum.

Börn þeirra, sem upp komust: Þóra átti Jón skipstjóra Einarsson frá Kollafjarðarnesi, Dagbjört átti Guðmund Ásgeirsson á Arngerðareyri.

Kona 2 (14. okt. 1828): Guðrún Jónsdóttir á Garðsstöðum, Eldjárnssonar, ekkja Einars Magnússonar í Hvítanesi. Höfðu þau Sigurður þá fyrir rúml. 41 ári átt launson saman, og var það síra Jón síðast á Söndum (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.