Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Gunnlaugsson

(– – 1686)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gunnlaugur Þorsteinsson í Saurbæ í Eyjafirði og kona hans Helga Pálsdóttir kirkjuprests í Skálholti, Erasmussonar. Fekk Þönglabakka 1671, vígðist 10. dec. s. á., lét þar af prestskap 1685 vegna holdsveiki, og varð hún banamein hans.

Kona (1671). Guðrún Bjarnadóttir prests á Þönglabakka, Jónssonar. Dóttir þeirra: Þorgerður átti fyrr Illuga bónda Jónsson í Nesi í Höfðahverfi, síðar Bjarna Jónsson að Látrum á Látraströnd (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.