Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Gunnlaugsson

(12. maí 1791 [3. maí 1793, Bessastsk.]–4. ág. 1816)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Gunnlaugur Magnússon að Reynistaðarklaustri og kona hans Arnfríður Þorláksdóttir. F. að Ríp. Lærði hjá frænda sínum, Boga Benediktssyni (síðar að Staðarfelli), tekinn í Bessastaðaskóla (efra bekk) 1809, stúdent 1811, með vitnisburði í betra lagi, fór utan 1812, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. okt. 1814 (einkunn „bonum“), lagði stund á læknisfræði, var kominn nálægt prófi, enda vel gefinn, iðinn og reglubundinn, andaðist þar úr brjóstveiki (Bessastsk.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.