Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Gunnarsson

(25. maí 1848–7. jan. 1936)

Prestur.

Foreldrar: Gunnar Gunnarsson að Brekku í Fljótsdal (bróðir síra Sigurðar á Hallormsstöðum) og kona hans Guðrún Hallgrímsdóttir að Sandfelli í Skriðdal, Ásmundssonar. F. á Desjarmýri. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1864, stúdent 1870, með 1. einkunn (88 st.), próf úr prestaskóla 1873, með 1. eink. (45 st.). Var á þeim árum talinn frækinn glímumaður. Var í Englandi um tíma, barnakennari í Rv. 1873–6, stundaði síðan barnakennslu á Ísafirði 1876–9, fekk Ás 7. maí 1878, vígðist 16. júní s. á., en fluttist ekki austur fyrr en vorið 1879. Valþjófsstaðir voru sameinaðir Ási 1884, og fluttist hann þá þangað, fekk Helgafell 26. febr. 1894, settist að í Stykkishólmi, fekk þar lausn frá prestskap 20. maí 1916. Settur 1888 prófastur í Norður-Múlasýslu, skipaður 1890–4. Prófastur í Snæfellsnessýslu 1895–1916. Var 1. þm. Sunnmýl. 1891–9, þm. Snæf. 1909–11 og 1914–15. Fluttist til Rv. haustið 1916 og var þar til æviloka. Fáeinar greinir eru eftir hann í blöðum og tímaritum (t.d. í Eimreiðinni 1931–2, Kirkjuriti 1935, þýðingar í Eimreið, Iðunni).

Kona (3. sept. 1873): Sofía Emilía (f. 12. okt. 1841, d. 27. mars 1902) Einarsdóttir hattara í Brekkubæ í Rv., Sæmundssonar, mjög vel menntuð kona, hafði verið 7 ár í Englandi.

Börn þeirra, sem upp komust: Bergljót f.k. síra Haraldar Níelssonar, Sigríður María kennari í Rv. (Sunnanfari 1893; Óðinn VII og XVII; Kirkjuritið 1936; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.