Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Gunnarsson

(10.okt. 1812 [19. okt. 1813, Vita]–22. nóv. 1878)

Prestur.

Foreldrar: Gunnar Gunnarsson á Hallgilsstöðum á Langanesi og kona hans Elísabet Sigurðardóttir að Skógum í Öxarfirði, Þorgrímssonar, F. að Ærlæk í Öxarfirði.

Byrjaði fyrst að læra silfur- og látúnssmíðar, lærði síðan skólalærdóm hjá Jóni guðfræðingi Þórarinssyni og síra Guttormi Pálssyni í Vallanesi, tekinn í Bessastaðaskóla 1834, stúdent 1839 (98 st.). Stundaði tvo vetur kennslu í Rv., en sumarið í millum var hann fylgdarmaður dansks náttúrufræðings. Settist síðan að í Vallanesi og stundaði kennslu. Fekk Desjarmýri 27. nóv. 1844, vígðist 18. maí 1845, fekk Hallormsstað 27. jan. 1861, fluttist þangað 1862 og hélt til æviloka. Prófastur í Suður-Múlasýslu 1863–74. Gegndi Þingmúlaprestakalli frá 1869 til æviloka. Var fyrri þjóðfundarfulltrúi Norðmýlinga 1851, þingm. Sunnmýlinga 1869–T1. R. af Dbr. 2. ág. 1874. Vel gefinn maður, áhugasamur um þjóðmál, læknir góður. Ritstörf: Ævim. síra Guttorms Pálssonar, Ak. 1864; Ævim. Gísla læknis Hjálmarssonar, Kh. 1880. Ritstjóri að „Iðunni“ (ársriti), Ak. 1860.

Kona (20. júlí 1841): Bergljót (d. 2. okt. 1877, 68 ára) Guttormsdóttir prests í Vallanesi, Pálssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Margrét átti síra Jón Jónsson að Stafafelli, Elísabet átti Pál ritstjóra Vigfússon, Guðlaug dó uppkomin (Vitæ ord. 1845; Andvari 1887; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.