Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Grímsson

(13. sept. 1783–3. júní 1852)

Prestur.

Foreldrar: Grímur Ásgrímsson í Götuhúsum í Reykjavík og kona hans Vigdís Sigurðardóttir sst., Erlendssonar, Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1796, stúdent 1. júní 1803, með vitnisburði í tæpu meðallagi, dvaldist síðan um hríð á Gilsbakka og að Húsafelli, bjó í Geirshlíðarkoti, Geirshlíð, Skógum í Flókadal og að Hægindum, fekk Þönglabakka 27. nóv. 1819, vígðist 16. apr. 1820, fekk Helgastaði 23. jan. 1830 og hélt til æviloka. Hann var mjög heilsutæpur.

Kona 1 (1807): Guðrún (f. um 1773, d. 29. okt. 1830) Bjarnadóttir á Þorgautsstöðum, Björnssonar. Dóttir þeirra: Vigdís átti laundóttur (Kristbjörgu) með Jóni Þorleifssyni, vinnumanni föður síns, giftist síðan Magnúsi Jónssyni á Helgastöðum.

Kona 2 (26. maí 1832): Solveig (í. 1. sept. 1795, d. 6. jan. 1855) Sigvaldadóttir í Hafrafellstungu, Eiríkssonar. Af börnum þeirra komst upp: Sigfús smiður (Vitæ ord.; HÞ. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.