Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Gottskálksson

(um 1686–1745)

Prestur.

Foreldrar: Gottskálk Stígsson í Saurbæ í Kolbeinsdal og kona hans Helga Ámundadóttir. Fekk Bægisá 15. okt. 1708, vígðist (líkl.) 18. nóv. s. á., og hélt til æviloka, dó í svefni. Dugandi prestur og vel metinn, skáldmæltur (sjá Lbs.). Fær sæmilegan vitnisburð í skýrslum Harboes.

Kona: Kristín eldri Halldórsdóttir prests að Bægisá, Þorlákssonar.

Börn þeirra: Halldór fór utan, lærði bókband, bjó að Bægisá syðri, síra Illugi kirkjuprestur að Hólum, Gróa, Helga átti Ólaf Björnsson prests á Hjaltabakka, Þorlákssonar (þau systkinabörn), Ragnheiður átti síra Jósep Ólafsson að Eyjadalsá (HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.