Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Fjeldsted

(24. mars 1868 – 11. apríl 1938)

. Bóndi.

Foreldrar: Andrés (d. 22. apr. 1917, 81 árs) Fjeldsted á Hvítárvöllum í Borgarfirði og kona hans Sesselja (d. 23. okt. 1933, 93 ára) Kristjánsdóttir í Vallakoti, Sigurðssonar. Ráðsmaður á Hvítárvöllum, fyrst hjá föður sínum, síðar hjá Boilleau baróni. Gerðist síðan bóndi í Ferjukoti í Borgarhreppi og bjó þar til æviloka; bætti og prýddi jörð sína. Áhugamaður um félags- og menningarmál. Var sýslunefndarmaður og lengi í hreppsnefnd. Einn af stofnendum Kaupfélags Borgfirðinga og lengi í stjórn þess; átti sæti í héraðsskólanefnd Borgfirðinga og var einn af forgöngumönnum stofnunar Reykholtsskóla.

Mikill laxveiðimaður og á fyrri árum túlkur enskra laxveiðimanna í Borgarfirði. R. af fálk.

Kona (1899): Elísabet (f. 21. maí 1864) Árnadóttir sjómanns í Hafnarfirði, Friðrikssonar.

Dóttir þeirra: Sesselja átti Sigurð mjólkurbússtjóra Guðbrandsson í Borgarnesi. Launsonur hans (með Rósu Oddsdóttur): Kristján í Ferjukoti (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.