Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Eyjólfsson

(um 1543–1707)

Prestur. Faðir: Eyjólfur lögréttumaður Jónsson á Brunnastöðum. Lærði í Skálholtsskóla, fekk vonarbréf fyrir Kálfatjörn 8. maí 1668, vígðist 11. júlí 1669 aðstoðarprestur síra Ámunda Ormssonar að Kálfatjörn, tók við prestakallinu að fullu 1670, fekk Arnarbæli 1689, missti þar prestskap 1698 vegna of bráðrar barneignar með s.k. sinni, settur prestur á Stað í Grindavík 24. dec. 1702, fekk það prestakall síðan að veitingu og hélt til æviloka.

Kona 1: Ingibjörg Högnadóttir í Gufunesi, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Eyjólfur trésmiður (í Langholti í Flóa 1703), Vilborg átti síra Svein Þorsteinsson í Stóra Dal, Svanhildur átti Þorstein Eyjólfsson á Háeyri.

Kona 2: Þórunn (35 ára 1703) Bjarnadóttir á Búlandi, Eiríkssonar; börn þeirra komust ekki upp. Hún varð síðan f.k. síra Helga Jónssonar á Stað í Grindavík (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.