Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Eiríksson

(1706–17. apríl 1768)

Prestur.

Foreldrar: Eiríkur Pétursson í Háakoti og að Hóli í Fljótum og kona hans Bergljót Sigurðardóttir. Lærði í Hólaskóla (er þar veturinn 1724–5), var síðan í þjónustu Björns Péturssonar að Burstarfelli, fekk Skeggjastaði 21. febr. 1731, vígðist 22. apr. 1732 og hélt til æviloka, þótt hann segði af sér prestskap þar vegna heilsuleysis 21. jan. 1768. Í skýrslum Harboes er hann talinn ólærður og drykkfelldur, Hann var undarlegur í háttum, hagleiksmaður og skáldmæltur (sjá Lbs.).

Kona 1: Margrét Ólafsdóttir prests í Vallanesi, Stefánssonar.

Sonur þeirra: Ólafur á Bakka á Langanesströndum.

Kona 2: Sigríður Guðmundsdóttir prests á Refsstöðum, Eiríkssonar.

Sonur þeirra: Magnús fór í siglingar. Sigríður ekkja síra Sigurðar átti síðar Jón Jónsson á Fossvöllum (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.