Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Eiríksson

(12. maí 1857–26. júní 1925)

Regluboði, dbrm.

Foreldrar: Eiríkur á Ólafsvöllum og víðar Eiríksson (dbrm. að Reykjum á Skeiðum, Eiríkssonar) og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir á Votamýri, Guðmundssonar. Organleikari á Eyrarbakka og kenndi mörgum söng. Fluttist til Rv. 1905, var síðast á Ísafirði og andaðist þar. Var í þjónustu stórstúkunnar og ferðaðist um til eflingar bindindi.

Kona (1889): Svanhildur (f. 1858, d. 1917) Sigurðardóttir hafnsögumanns á Eyrarbakka, Teitssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Sigurgeir byskup, Ólöf hjúkrunarkona (var áður gift dönskum manni, Als, síðar Þorsteini Hreggviðssyni) (Bjarmi, war ssBRs10sf15).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.