Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Einarsson, eldri

(24. júní 1688–1. nóv. 1771)

Prestur.

Foreldrar: Einar Sigurðsson að Hraunum í Fljótum og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir í Siglunesi, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, stúdent 1707, varð 1708 djákn á Þingeyrum, vígðist 31. okt. 1717 aðstoðarprestur síra Jóns Sveinssonar á Barði, bjó að Grindli, fekk prestakallið 4. apr. 1725 og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann góðan vitnisburð, að öðru en því, að hann er talinn lítt lærður. Var hagleiksmaður, lagði stund á lækningar, vel viti borinn. Hann missti í harðindunum 1754–" allan pening sinn, nema 3 hross, og 9 af 15 kúgildum kirkjunnar.

Kona (29. sept. 1722): Ragnhildur (f. um 1698, d. 1775) Guðmundsdóttir prests að Helgafelli, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Guðmundur á Barði, síra Sigfús að Felli í Sléttahlíð, Þorkatla s.k. síra Árna Þorleifssonar að Tjörn í Svarfaðardal, Þórunn átti Þorleif Kláus Brynjólfsson (bróður Halldórs byskups) á Yztu Grund (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.