Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Einarsson

(– – 1640)

Prestur. Faðir: Einar Hallsson á Æsustöðum. Var í þjónustu Guðbrands byskups, er orðinn prestur 1584 (kirkjuprestur), fekk Saurbæ í Eyjafirði 1600, varð jafnframt prófastur í Vaðlaþingi og hélt hvoru tveggja til æviloka. Þýddi postillu Joachims von Beust („Sannur og réttur lærdómur“), pr. Hól. 1624, einnig Itinerarium sacrum eftir Henrik Bunting (í handr. í Lbs.).

Kona: Þorgerður Gunnlaugsdóttir (Geirmundssonar?).

Börn þeirra: Síra Gunnlaugur í Saurbæ, Sigríður átti Daða Daðason, Árnasonar, Guðrún átti Jón eldra í Hraungerði Ólafsson lögsagnara að Núpufelli, Jónssonar (HÞ.; PEÓI. Mm.; Saga Ísl. IV; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.