Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Einarsson

(um 1672–1748)

Lögsagnari.

Foreldrar: Einar byskup Þorsteinsson og og kona hans Ingibjörg Gísladóttir prests á Bergsstöðum, Brynjólfssonar, Lærði í Hólaskóla, er orðinn ráðsmaður að Hólum 1693 og hefir líkl. verið það til 1696, varð síðan lögsagnari Gottrups lögmanns í Húnavatnsþingi (til 1704), bjó ókvæntur 1703 á Bjarnastöðum í Þingi, en síðar að Geitaskarði til æviloka. Var stórbóndi og höfðingi. Hafði lengi Svínadalsumboð Hólastóls, sleppti því 1737.

Kona (1706). Kristín Markúsdóttir prests að Laufási, Geirssonar.

Börn þeirra: Sigríður átti fyrr Odd alþingisskrifara Magnússon, síðar síra Stefán Ólafsson á Höskuldsstöðum, Ingibjörg átti Gísla byskup Magnússon, Sigurður (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.