Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Einarsson

(1734–16. okt. 1784)

Konrektor.

Foreldrar: Síra Einar Hálfdanarson að Kirkjubæjarklaustri og kona hans Guðný Sigurðardóttir prests að Brjánslæk, Snorrasonar, Tekinn í Skálholtsskóla 1745, stúdent 23. maí 1750. Var konrektor í Skálholti 1753–56, en varð síðan geðbilaður og hélzt það alla ævi, fekk 25 rd. í eftirlaun árlega frá 1. jan. 1763. Í handritum í Lbs. eru eftir hann kvæðabrot og ræða, og ber sumt vitni sturlun hans.

Ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.