Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Einarsson

(1562–1634)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar skáld Sigurðsson í Heydölum og f. k. hans Margrét Helgadóttir. Vígðist að Munkaþverá 1583, fór 1589 suður með Oddi byskupi, bróður sínum, fekk Breiðabólstað í Fljótshlíð 1591, lét af prestskap 1626, varð prófastur í Rangárþingi (líkl, um 1592) og hélt til æviloka.

Kona 1: Ingunn Jónsdóttir á Einarsstöðum, Ormssonar.

Börn þeirra: Síra Einar á Stað í Steingrímsfirði, síra Þórarinn sst., síra Jón á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Elín átti Björn Pálsson í Teigi, Þórunn átti Eirík Sigvaldason á Búlandi, Margrét átti síra Gísla Árnason í Holti undir Eyjafjöllum.

Kona 2: Valgerður Ólafsdóttir að Búðarhóli, Helgasonar. Dætur þeirra: Ingunn átti fyrr Ketil Eiríksson í Brimnesi, síðar Magnús í Vindborðsseli Guðmundsson prests í Einholti, Þórunn yngri átti síra Högna Guðmundsson í Einholti.

Valgerður ekkja síra Sigurðar átti síðar Eirík Sigvaldason á Búlandi, er fyrr hafði átt stjúpdóttur hennar (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.