Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurður Eggerz
(28. febr. 1875– 16. nóv. 1945)
. Ráðherra.
Foreldrar: Pétur (d. 5. apríl 1892, 60 ára) Friðriksson Eggerz verzlunarstjóri á Borðeyri og seinni kona hans Sigríður (d. 10. júní 1926, 79 ára) Guðmundsdóttir á Kollsá í Hrútafirði, Einarssonar. Stúdent í Reykjavík 1895 með 1. einkunn (97 st.). Lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kh. 26. febr. 1903 með 2. einkunn (83 st.).
Settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu um tíma 1905 og í Gullbringu- og Kjósarsýslu stuttan tíma 1906. Varð aðstoðarmaður í Stjórnarráðinu 1. ág. 1906; yfirréttarmálaflutningsmaður í Rv. 9. jan. 1906. Settur sýslumaður í Rangárvallasýslu frá 1. maí 1907 og í Skaftafellssýslu frá 1. apríl 1908. Skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslu 9. apríl 1908; sat í Vík í Mýrdal. Skipaður ráðherra Íslands 21. júlí 1914; lausn 4. maí 1915. Skipaður sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 30. ágúst 1915 frá 1. okt. s. á.; varð jafnframt Þóstafgreiðslumaður í Borgarnesi 13. sept. 1916. Settur bæjarfógeti í Rv. frá 1. jan. 1917.
Fjármálaráðherra 28. ág. 1917 til 25. febr. 1920. Varð þá framkv.stjóri í Rv. Forsætisráðherra 1. mars 1922 og fór með dóms- og kirkjumál. Bankastjóri í Íslandsbanka frá 1. apríl 1924, unz bankinn hætti störfum 3. febr. 1930. Gerðist þá málaflutningsmaður í Rv. Skipaður sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 10. nóv. 1932; sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri 11. júní 1934. Fekk lausn frá 1. mars 1945 og fluttist þá til Reykjavíkur. Þm. V.-Skaft. 1912–15; landskj. þm. 1916 – 26; þm. Dal. 1928–31; forseti sameinaðs þings 1922; endurskoðandi landsbankans 1920–22; í gengisnefnd 4. júlí 1924; í alþingishátíðarnefnd 1926– 30; formaður nefndar til aðstoðar stjórnarskrárnefnd 30. apr. 1945, Komm.? af dbr. 1918.
Stkr. af fálk. 1922. Stkr. ítölsku Mauritius- og Lazarusorða 1922.
Stkr. portúgölsku Kristsorðu 1926; heiðursmerki Alþingishátíðar 1930; stkr. af dbr. 1933; heiðursmerki lýðveldisstofnunar 1944. Ritstörf: Bréf um bankamál o. fl, Rv. 1932; Stjórnmál, Rv. 1933; Sýnir (ritgerðir, ljóðmæli, ræður), Ak. 1934; í sortanum, Rv. 1932; leikrit: Það logar yfir jöklinum, Rv. 1937; Líkkistusmiðurinn, Ak. 1938; Pála, Ak. 1942.
Kona (2. júlí 1908): Solveig (f. 8. ágúst 1887) Kristjánsdóttir dómstjóra, Jónssonar. Börn þeirra: Erna bankaritari, Pétur sendiráðsritari (Agnar Kl. J.: Lögfr.; Alþingismannatal; Andvari LXXT).
. Ráðherra.
Foreldrar: Pétur (d. 5. apríl 1892, 60 ára) Friðriksson Eggerz verzlunarstjóri á Borðeyri og seinni kona hans Sigríður (d. 10. júní 1926, 79 ára) Guðmundsdóttir á Kollsá í Hrútafirði, Einarssonar. Stúdent í Reykjavík 1895 með 1. einkunn (97 st.). Lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kh. 26. febr. 1903 með 2. einkunn (83 st.).
Settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu um tíma 1905 og í Gullbringu- og Kjósarsýslu stuttan tíma 1906. Varð aðstoðarmaður í Stjórnarráðinu 1. ág. 1906; yfirréttarmálaflutningsmaður í Rv. 9. jan. 1906. Settur sýslumaður í Rangárvallasýslu frá 1. maí 1907 og í Skaftafellssýslu frá 1. apríl 1908. Skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslu 9. apríl 1908; sat í Vík í Mýrdal. Skipaður ráðherra Íslands 21. júlí 1914; lausn 4. maí 1915. Skipaður sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 30. ágúst 1915 frá 1. okt. s. á.; varð jafnframt Þóstafgreiðslumaður í Borgarnesi 13. sept. 1916. Settur bæjarfógeti í Rv. frá 1. jan. 1917.
Fjármálaráðherra 28. ág. 1917 til 25. febr. 1920. Varð þá framkv.stjóri í Rv. Forsætisráðherra 1. mars 1922 og fór með dóms- og kirkjumál. Bankastjóri í Íslandsbanka frá 1. apríl 1924, unz bankinn hætti störfum 3. febr. 1930. Gerðist þá málaflutningsmaður í Rv. Skipaður sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 10. nóv. 1932; sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri 11. júní 1934. Fekk lausn frá 1. mars 1945 og fluttist þá til Reykjavíkur. Þm. V.-Skaft. 1912–15; landskj. þm. 1916 – 26; þm. Dal. 1928–31; forseti sameinaðs þings 1922; endurskoðandi landsbankans 1920–22; í gengisnefnd 4. júlí 1924; í alþingishátíðarnefnd 1926– 30; formaður nefndar til aðstoðar stjórnarskrárnefnd 30. apr. 1945, Komm.? af dbr. 1918.
Stkr. af fálk. 1922. Stkr. ítölsku Mauritius- og Lazarusorða 1922.
Stkr. portúgölsku Kristsorðu 1926; heiðursmerki Alþingishátíðar 1930; stkr. af dbr. 1933; heiðursmerki lýðveldisstofnunar 1944. Ritstörf: Bréf um bankamál o. fl, Rv. 1932; Stjórnmál, Rv. 1933; Sýnir (ritgerðir, ljóðmæli, ræður), Ak. 1934; í sortanum, Rv. 1932; leikrit: Það logar yfir jöklinum, Rv. 1937; Líkkistusmiðurinn, Ak. 1938; Pála, Ak. 1942.
Kona (2. júlí 1908): Solveig (f. 8. ágúst 1887) Kristjánsdóttir dómstjóra, Jónssonar. Börn þeirra: Erna bankaritari, Pétur sendiráðsritari (Agnar Kl. J.: Lögfr.; Alþingismannatal; Andvari LXXT).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.