Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Daðason

(15. og 16. öld)

Sýslumaður í Bjarnarhöfn.

Foreldrar: Daði sýslumaður Arason og f.k. hans Þorbjörg Bessadóttir sýslumanns, Einarssonar. Er talinn lögréttumaður 1478. Hefir orðið lögsagnari í Húnavatnsþingi um 1480, haldið hálft 1481–94. Kemur við Leiðarhólmssamþykkt. Talinn hafa orðið að síðustu próventumaður í Helgafellsklaustri.

Kona: Valgerður Narfadóttir á Narfeyri, Þorvaldssonar.

Börn þeirra: Ólöf átti Hauk (föðurnafns ekki getið), Narfi, Steinunn, Hallbera, Helga, Daði (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.