Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Bárðarson

(12. júní 1851–? )

Smiður.

Foreldrar: Bárður smiður Sigurðsson að Litla Hrauni og Flesjustöðum í Hnappadal og kona hans Solveig Árnadóttir smiðs og skálds að Borg í Hnappadal, Jónssonar. Varð snemma bókhneigður.

Bjó hérlendis á Þursstöðum og Jörfa. Vann síðan fyrir sér með smíðum og kynnti sér þá lækningar og lauk námi í trésmíðum. Fluttist eftir nokkur ár til Vesturheims. Stundaði hann þar lengstum lækningar, en fekk sér að lokum land í Blaine og var þar síðan. Talinn manna hagastur, vel hagmæltur og söngmaður góður.

Kona 1 (1873): Ingiríður (d. 1882) Eiríksdóttir á Þursstöðum, Bjarnasonar, ekkja Sigurðar Jónssonar sst.

Börn þeirra, sem upp komust: Eiríkur (d. vestra 1923), Solveig átti Pál Eyjólfsson Olsen í Wp., Skarphéðinn Valdimar bryti, Helgi kaupm. í Seattle, Elísabet átti Finn Gíslason í Borgarnesi.

Kona 2 (1888): Guðrún Davíðsdóttir í Lárkoti í Eyrarsveit, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Sigrún átti 7. D. Dood við Bellington í Washington, Leo Breiðfjörð bankaritari í Wp., Otto Wathne skólastjóri í Kaliforníu. Dóttir Sigurðar í milli kvenna (með Pálínu Bjarnadóttur frá Ölkeldu í Staðarsveit): Pálína átti E. G. Meharry í Wp. (Óðinn XXX).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.