Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Brynjólfsson

(10. júní 1793–2. júní 1871)

Trésmiður,

Foreldrar: Síra Brynjólfur Gíslason í Heydölum og kona hans Kristín Nikulásdóttprests í Berufirði, Magnússonar.

Nam trésmíðar í Kh. Bjó að Ósi í Breiðdal 1820–5, að Múla í Álptafirði 1825–7T1. Rammefldur maður, frækinn og sundgarpur. Mikils metinn og valmenni. Þm. Sunnmýlinga 1849.

Kona (1820): Ingveldur (d. 16. júlí 1855) Jónsdóttir aðstoðarprests að Hólmum, Þorsteinssonar,

Börn þeirra: Sæmundur að Þvottá, Gísli að Múla, Kristín átti Björn Antoníusson á Flugustöðum, Þórunn (Alm. Ól. Þorgeirss.) átti Jón Jóhannesson (Alþm.tal; Sigf. Sigf.: Þjóðsögur X).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.