Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Brandsson

(25. júlí 1832–5. apríl 1911)

Hreppstij.

Foreldrar: Brandur smiður Sigurðsson í Árnabúð við Armarstapa og kona hans Katrín Kristín Hreggviðsdóttir í Brekkubæ, Jónssonar. Var um hríð í vinnumennsku, bjó í Skjálg 1856–60, á Kolbeinsstöðum 1860–9, en síðan í Tröð.

Bætti mjög jörð sína og hýsti.

Gegndi ýmsum sveitarstörfum, hreppstjóri frá 1884.

Kona (1856): Valgerður (d. 6. júlí 1899) Pálsdóttir, er áður hafði gift verið Helga Sigurðssyni, síðar presti á Melum, og skilið við hann.

Börn þeirra Sigurðar, þau er upp komust: Guðbrandur trésmiður (fór til Vesturheims), Gísli sjómaður á Ísafirði, Pálína Matthildur átti Guðmund Eggertsson í Tröð, Páll í Haukatungu (Óðinn VI; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.