Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Björnsson

(um 1610– ? )

Djákn.

Foreldrar: Björn Magnússon á Laxamýri og kona hans Guðríður Þorsteinsdóttir prests að Múla, Illugasonar.

Lærði í Hólaskóla og varð stúdent þaðan, varð síðan djákn að Munkaþverá, átti þar barn við böðulsekkju, og þókti það vansæmd svo mikil, að hann fekk aldrei uppreisn til prestskapar.

Bjó í Tungu á Tjörnesi og líkl. síðast á Laxamýri, mun vera enn á lífi 1680.

Kona: Steinvör Magnúsdóttir prests og skálds að Laufási, Ólafssonar.

Börn þeirra: Síra Magnús að Kvíabekk, Magnús annar (enn á lífi 1703 að Möðrufelli), Guðrún átti fyrst launbarn með Skota-Brandi, giftist síðan Þórði Jónssyni á Einarsstöðum, bjuggu á Laxamýri, Agnes átti fyrst launson (Jón) með hollenzkum sjómanni, síðan annan (Björn) með Pétri nokkurum, giftist síðan Ólafi Jónssyni í Siglunesi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.