Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Björnsson

(1. febr. 1643–3. sept. 1723)

Lögmaður.

Foreldrar: Björn lögréttumaður Gíslason í Bæ og kona hans Ingibjörg Ormsdóttir sýslumanns í Eyjum, Vigfússonar.

Lærði fyrst hjá síra Eyjólfi Jónssyni í Lundi, tekinn í Skálholtsskóla 1656, stúdent 1661, varð síðan sveinn Brynjólfs byskups, en frá 1664–70 í þjónustu Sigurðar lögmanns Jónssonar í Einarsnesi (einn vetur þar af að forlagi lögmanns hjá Tómasi fógeta Nikulássyni á Bessastöðum). Varð alþingisskrifari 21. mars 1670, lögmaður sunnan og austan 1697, lét af því starfi 1705, var þó stundum í lögmannsstað eftir það, fekk Kjósarsýslu 18. nóv. 1683, sleppti henni 1700, fekk Eyjafjarðar- og Húnavatnssýslujarðir 27. ág. 1677, sleppti Eyjafjarðarjörðum 1. mars 1684, en hélt hinum. Hann átti deilur miklar, einkum við Pál Vídalín o. fl., og fekk þunga dóma hjá honum og Árna Magnússyni 1708, fekk uppreisn frá konungi 1709, sýknaður að fullu í hæstarétti 15. maí 1713 og þeim Árna og Páli gert að greiða honum 300 rd. bætur.

Hann var búmaður mikill og búfróður, vel að sér í innl. fræðum, einkum lögfræði og ættvísi, og er brot til úr ættartölubók eftir hann (Lbs.). Alþingisbækur voru fyrst prentaðar á lögmannsárum hans. Hann var gæflyndur maður og gestrisinn, enda vinsæll, Um hagi landsins er ritgerð eftir hann í AM. (uppskrift í JS. 495, 4to.). Ritaði og í móti tóbaki og vildi banna verzlun með það. Hann bjó í Einarsnesi 1678–80, Hvítárvöllum 1680–", en í Saurbæ á Kjalarnesi frá 1687 til æviloka.

Kona (25. nóv. 1677): Ragnheiður (d. 13. mars 1727, 80 ára) Sigurðardóttir lögmanns í Einarsnesi, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðríður d. í miklu bólu, Margrét s.k. Vigfúsar sýslumanns Hannessonar í Árnesþingi, Sigurður eldri sýslumaður í Árnesþingi, Sesselja d. 1723 óg., Ingibjörg átti Erlend Jónsson að Stórólfshvoli, Sigurður yngri sýslumaður í Mýrasýslu (Útfm., Hólum 1726; Saga Ísl. V; BB. Sýsl.; Safn 1; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.