Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurður Bjarnason
(um 1683–18. febr. 1723)
Prestur.
Foreldrar: Síra Bjarni Ormsson í Mývatnsþingum og kona hans Ingibjörg Hallgrímsdóttir prests í Mývatnsþingum, Guðmundssonar. Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1704–S5, var heyrari að Hólum líkl. 1708–11, fekk Kvíabekk 22. jan. 1711, vígðist s. á. og hélt til æviloka.
Varð úti á Lágheiði. Talinn lærður maður, en ekki búsæll.
Kona (28. maí 1713). Lisebet Símonardóttir (dönsk að ætt, skyld eða tengd Lárusi klausturhaldara Scheving).
Börn þeirra: Símon Bech á Bakka í Öxnadal og Kristnesi (talinn í ritum að réttu sonur Benedikts sýslumanns Bechs, er vingott hafi átt við móður hans), Sigríður, Margrét átti Gunnar Þorleifsson í Sellóni. Lísebet ekkja síra Sigurðar átti síðar síra Jón Jónsson í Grímsey og drukknaði með honum 1727 (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Bjarni Ormsson í Mývatnsþingum og kona hans Ingibjörg Hallgrímsdóttir prests í Mývatnsþingum, Guðmundssonar. Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1704–S5, var heyrari að Hólum líkl. 1708–11, fekk Kvíabekk 22. jan. 1711, vígðist s. á. og hélt til æviloka.
Varð úti á Lágheiði. Talinn lærður maður, en ekki búsæll.
Kona (28. maí 1713). Lisebet Símonardóttir (dönsk að ætt, skyld eða tengd Lárusi klausturhaldara Scheving).
Börn þeirra: Símon Bech á Bakka í Öxnadal og Kristnesi (talinn í ritum að réttu sonur Benedikts sýslumanns Bechs, er vingott hafi átt við móður hans), Sigríður, Margrét átti Gunnar Þorleifsson í Sellóni. Lísebet ekkja síra Sigurðar átti síðar síra Jón Jónsson í Grímsey og drukknaði með honum 1727 (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.