Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Bjarnason

(8. apríl 1841–27. júní 1865)

Skáld.

Foreldrar: Bjarni í Katadal og víðar á Vatnsnesi Sigurðsson sst. (Ólafssonar) og kona hans Náttfríður Markúsdóttir, Arngrímssonar (lögsagnara á Auðunarstöðum, Jónssonar). Gerðist ungur vel hagmæltur, sem föðurfrændur hans, og hinn mannvænlegasti. Drukknaði í verzlunarferð til Borðeyrar.

Ókv. og bl. Pr. rit: Bæringsrímur, Ák. 1859; Hjálmar og Ingibjörg, Rv. 1865 (endurpr. þrívegis); rímur af Áni bogsveigi, Wp. 1919; Ljóðmæli, Rv. 1941.

Kvæði og kvæðasöfn í hdr. eru í Lbs. (Theódór Arnbjörnsson: Sagnaþættir úr Húnavatnsþingi, Rv. 1941; Ljóðmæli S.B., Rv. s. á.; Hjálmar og Ingibjörg, Rv. 1934; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.