Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Benediktsson

(1702 –8. maí 1781)

Prestur.

Foreldrar: Benedikt Þórðarson á Laxamýri og kona hans Steinunn Sigurðardóttir lögréttumanns á Svalbarði, Jónssonar.

Lærði í Hólaskóla mun hafa orðið stúdent 1726, var síðan í þjónustu Benedikts lögmanns Þorsteinssonar, vígðist 22. júní 1732 aðstoðarprestur síra Einars Skúlasonar í Garði, tók við 1733, er síra Einar sagði af sér, en fekk veiting fyrir prestakallinu 1734, lét þar af prestskap 1774. Í skýrslum Harboes fær hann heldur lélegan vitnisburð; árið 1756 er hann talinn meðal hinna langbágstöddustu presta í Þingeyjarþingi.

Kona (29. nóv. 1733): Þórdís (d. 16.mars 1770) Guðmundsdóttir prests á Þönglabakka, Þorlákssonar. Börm þeirra, sem upp komust: Síra Jón í Garði, Guðrún s. k. Björns sýslumanns Tómassonar í Þingeyjarþingi (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.