Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Arnórsson

(2. mars 1798 [7. mars 1800, Bessastsk. og Vita]– 10. apr. 1866)

Prestur.

Foreldrar: Arnór Guðmundsson að Uppsölum í Blönduhlíð (síðar vinnumaður á Víðivöllum) og kona hans Jóhanna Guðmundsdóttir. F. á Hrappsstöðum í Eyjafirði.

Lærði með sonum síra Péturs Péturssonar á Víðivöllum og síðan 10 vikur hjá síra Árna Helgasyni í Görðum, tekinn í Bessastaðaskóla (með aldursleyfi) 1821, stúdent 20. júní 1826, með heldur góðum vitnisburði, var síðan á Víðivöllum, vígðist 1. apr. 1838 aðstoðarprestur síra Stefáns Þorsteinssonar á Völlum, varð embættislaus 1844 og tók þá að búa að Sjávarborg, varð 1848 aðstoðarprestur síra Jóns Konráðssonar að Mælifelli, fekk það prestakall 12. mars 1851 og hélt til æviloka. Hann var gáfumaður og skáldmæltur (sjá Lbs.), söngmaður ágætur, en nokkuð slarkfenginn.

Kona (1. nóv. 1828): Elinborg (f. 1. nóv. 1805, d. 9. febr. 1886) Pétursdóttir prests á Víðivöllum, Péturssonar, gáfukona mikil og skáldmælt. Af börnum þeirra komst einungis upp: Pétur að Sjávarborg (Bessastsk.; Vitæ ord. 1938; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.