Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Arngrímsson

(17. öld)

Lausamaður.

Foreldrar: Síra Arngrímur Jónsson að Ríp og kona hans Guðný Halldórsdóttir. Lærði í Hólaskóla, hefir verið langt kominn, og hugði byskup að vígja hann aðstoðarprest föður sínum, líkl. skömmu fyrir 1670, en Sigurði veitti þá svo ógreitt um svör við próf byskups bæði á latínu og íslenzku, að byskup treystist ekki til að vígja hann. Varð hann síðan lítt að manni, hafðist við í lausamennsku (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.