Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Antoníusson

(7. mars 1859– 9. ágúst 1942)

. Bóndi.

Foreldrar: Antoníus (d. 1872) Antoníusson í Gautavík í Suður-Múlasýslu og kona hans Sigríður (d. 16. mars 1900) Sigurðardóttir í Berunesi, Gunnlaugssonar. Bóndi á Berunesi í Beruneshreppi frá aldamótum; hafði eignazt þá jörð all-löngu áður en hann hóf búskap og hafði forgöngu um umbætur á henni; voru þær vel á veg komnar, er hann tók við, enda hélt hann þeim áfram um sína búskapartíð. Varð fyrstur bænda þar með túngirðingu, vatnsleiðslu og rafleiðslu; einnig fyrstur um að setja vél í bát.

Byggði íbúðarhús og bætti æðarvarp. Kona (1902): Jóhanna (f. 21. febr. 1869) Jónsdóttir í Meðalnesi, Einarssonar. Dætur þeirra: Sigríður, Kristborg (Br7.; Óðinn XXVIIT).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.