Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður (Zophonías) Gíslason

(15. júlí 1900 – 1. janúar 1943)

. Prestur. Foreldrar: Gísli Sigurður (f. 29. okt. 1862) Helgason á Egilsstöðum í Vopnafirði og kona hans Jónína Hildur (d. 17. júlí 1935, 70 ára) Benediktsdóttir á Kollsstöðum á Völlum, Rafnssonar. Stúdent í Rv. 1923 með 2. eink. (5,89).

Lauk prófi í guðfræði við Háskóla Íslands 16. júní 1927 með 2. einkunn betri (7934 st.). Var veitt Staðarhólsprestakall 23. nóv. 1927; vígður 27. s.m.; sat á Hvoli. Veittir Sandar í Dýrafirði 6. júní 1929; sat á Þingeyri frá 1932; veitti forstöðu unglingaskóla þar. Dó af slysförum undir Eyjafjalli við Dýrafjörð. Ritstörf: Gestrisni, Rv. 1924; nokkrar greinir í tímaritum (sjá BjM. Guðfr.).

Kona (9. dec. 1925): Guðrún (f. 5. janúar 1904) Jónsdóttir í Hvammi á Landi, Gunnarssonar. Börn þeirra: Ólöf húsmæðrakennari, Dóra Laufey, Jón, Ásgeir, Jónas Gísli, Gunnar (BjM. Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.