Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður (Lárentíus) Jónasson

(7. apr. 1827–27. júlí 1908)

Aðstoðarmaður í utanríkisráðuneyti Dana.

Foreldrar: Jónas smiður Jónsson á Auðunarstöðum og kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir sýslumanns að Giljá, Snorrasonar, Tekinn í Reykjavíkurskóla 1846, stúdent 1851, með 1. eink. (100 st.). Var fyrst við verzInarstörf. Hefir tekið aðgöngupróf í háskólann í Kh. 1853 (hefir fallið úr árb. háskólans), því að 2. lærdómsprófi lauk hann þar 1854–5, með 1. einkunn, lagði stund á lögfræði, en tók ekki próf, enda varð hann skrifari í utanríkisráðuneyti Dana 1857, með fram með því að hann var enskumaður góður, og var í því starfi nálega til æviloka, en hélt fullum launum, er hann fór frá. Var bókavörður bmf. í Kh. 1851–78, forseti þar 1880–5, kjörinn heiðursfélagi 1878. Samdi skrár um handritasafn bmf. (pr. 1869, 1885), skrár nokkurar um ísl. bækur á dönsku, sá að nokkuru um Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands (1864), smágr. í Dansk Maanedsskrift (1858), skýringar í Ann. f. nord. Oldkh. (1858).

Ókv. og bl. (Minnr. bmf., Rv. 1916; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.