Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður (Kristófer) Pétursson

(9. júlí 1882–19. ág. 1925)

Rithöfundur.

Foreldrar: Pétur Guðmundsson á Dalli hjá Brimilsvöllum og Þorkatla Jóhannsdóttir í Fossárdal, Þorsteinssonar. Vel gefinn maður, skáldmæltur, lagði mjög stund á íslenzka tungu og önnur mál, einnig guðspeki. Rit: Skiptar skoðanir, Rv. 1918; Um vetrasólhvörf, Rv. 1921; Andlegt líf, Rv. 1923; Gneistar, Rv. 1924; Hrynjandi ísl. tungu, Rv. 1924.

Sá um: R. Tagore: Ljóðfórnir, Rv. 1919; Stjarnan í austri, jólablað, Rv. 1919–21. Þýddi fjölda guðspekirita (sjá bókaskrár). Var sjúklingur í Laugarnesspítala frá 1898 til æviloka. Ókv. og bl. (Óðinn IX; Minning, Rv. 1925; Unga Ísl., 21. árg.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.