Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður (Jón) Jóhannesson

(1841–13. jan. 1923)

Skáld.

Foreldrar: Jóhannes Jónsson að Höfðahólum og kona hans Gróa Jónsdóttir. Bjó í Mánaskál frá 1861. Fór til Vesturheims 1873, settist bráðlega að í Wp. og átti þar heima til æviloka. Stundaði alllengi líkkistusmíðar og umsjá með jarðarförum. Vel gefinn maður og vinsæll. Pr. eftir hann: Nokkur ljóðmæli, Wp. 1915, auk kvæða í blöðum vestra.

Kona (1861): Guðrún (f. 1839, d. 1911) Guðmundsdóttir í Mánaskál, Dætur þeirra: Ingibjörg, óg. (bjó með föður sínum), Gróa átti Skafta þingm. Brynjólfsson, hin þriðja átti Valdimar umboðsmann Danastjórnar í Wp. Johnson (Lögberg 1923; um ártöl sjá Alm. Ól. Þorg.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.