Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður (Jón Sigurður) Ólafsson

(12. okt. 1848–30. júní 1881)

Læknir.

Foreldrar: Síra Ólafur Þorvaldsson í Viðvík og kona hans Sigríður Magnúsdóttir á Leirum undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1866, stúdent 1872, með 2. einkunn (62 st.), tók læknapróf hjá Jóni landlækni Hjaltalín 26. júní 1875, með 2. einkunn (60 st.). Var næsta vetur í spítölum í Kh. Settur 16. maí 1876, skipaður 14. ág. s. á. héraðslæknir í 17. læknishéraði.

Átti heima að Kálfafelli í Fljótshverfi og andaðist þar.

Kona (27. sept. 1877): Sigríður Jónsdóttir umboðsmanns í Vík í Mýrdal, Jónssonar. Dóttir þeirra: Guðlaug kennari í Rv., bl. Ekkja Sigurðar læknis átti síðar Sigurð sýslumann Ólafsson í Kaldaðarnesi (Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.