Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður (Jón Hjörleifsson) Kvaran

(13. júní 1862–2. febr. 1936)

Læknir.

Foreldrar: Síra Hjörleifur Einarsson að Undornfelli og f.k. hans Guðlaug Eyjólfsdóttir á Gíslastöðum á Völlum, Jónssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1883, með 1. einkunn (96 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í júlí 1893, með 3. einkunn (25 st.). Varð 30. dec. 1893 aukalæknir í 8. aukalæknishéraði, 29. júní 1904 héraðslæknir í Höfðahverfishéraði, var fyrst í Nesi, síðan að Höfða 1894–6, síðast í Grenivík, fekk lausn 1. okt. 1904. Stundaði lækningar á Akureyri og var jafnframt aðstoðarlæknir í spítalanum þar, ritstjóri Norðurlands 1905–12, meðritstjóri Ísafoldar 1. júlí 1912–1. febr. 1913. Settur 25. júní 1913 (frá 1. júlí), skipaður 5. jan. 1914 héraðslæknir í Reyðarfjarðarhéraði. Fekk lausn 6. júní 1928 (frá 1. okt.), fluttist þá til Rv. og andaðist þar. R. af dbr. 1. dec. 1928. Þm. Ak. 1909–11, 2. þm. Sunnmýl. 1920–3. R. af fálk. 1928. Auk ritstarfa, er áður getur, var hann meðritstjóri Sunnanfara 1892–3. Ritstörf ella: Fullveldi, Ak. 1908; greinir í Nýrri handbók, Ak. 1907; Læknabl.

Kona (7. ág. 1895): Þuríður (f. 14. maí 1865, d. 23. mars 1937) Jakobsdóttir kaupmanns í Vopnafirði, Helgasonar.

Börn þeirra: Jakob kaupmaður á Akureyri, Hjördís skrifari í Rv., Eiður lektor í Greifswald, Einar (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.