Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður (Jóhann Gottfreð) Hansen

(1815–21. maí 1880)

Skrifari.

Foreldrar: Símon kaupm. Hansen í Rv. og kona hans Kristín Stefánsdóttir frá Káranesi í Kjós (systir Guðbrands járnsmiðs og hugvitsmanns). Lærði hjá síra Ólafi Hjaltested í Saurbæ, tekinn 1834 í Bessastaðaskóla og varð stúdent 1839 (90 st.). Lauk aðgönguprófi í háskólann í Kh. 1841 og 2. lærdómsprófi 1842, hvoru tveggja með 2. einkunn.

Lagði fyrst stund á verkfræði, síðan lögfræði, en tók ekki próf.

Varð um 1851 skrifari í ísl. stjórndeildinni í Kh. og hélt því 15 starfi síðan. Var í stjórn bmf. í Kh. (varaskrifari 1844–51, skrifari 1851–1880), heiðursfélagi þar 1880, er hann fór úr stjórninni. Átti mestan þátt í Skýrslum um landshagi, sá og að nokkuru um Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands. Vann talsvert að uppskriftum fyrir Jón Sigurðsson (sjá Lbs.) (Skýrslur; Minningarrit bmf.; Alm. þjóðvinafél. (dd.); o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.