Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður (Jakob Sigurður) Jónsson

(20. okt. 1835–1. febr. 1913)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón hreppstjóri Sigurðsson að Lækjamóti og kona hans Steinvör Skúladóttir stúdents að Stóru Borg, Þórðarsonar. Bjó á föðurleifð sinni og átti þar heima alla ævi. Gegndi mörgum störfum í sveit sinni, merkur bóndi og kappsmikill.

Kona 1: Sigríður Ólafsdóttir alþm. á Sveinsstöðum, Jónssonar.

Sonur þeirra: Ólafur fór til Vesturheims.

Kona 2 (1876): Margrét Eiríksdóttir í Kollafirði, Jakobssonar. Dætur þeirra: Guðríður átti Jónatan Líndal á Holtastöðum, Jónína átti Jakob Líndal að Lækjamóti (Óðinn VIII; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.