Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður (Daníel) Jónsson

(10. sept. 1863–19. nóv. 1936)

Skólastjóri.

Foreldrar: Jón Sigurðsson söðlasmiður, síðast á Ísafirði, og kona hans Ragnhildur Ingibjörg Jónsdóttir prests síðast á Rafnseyri, Benedikssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent 1885, með 3. einkunn (45 st.). Stundaði um hríð nám í prestaskólanum, en tók ekki próf. Var síðan vestra. Var kennari í barnaskólanum á Ísafirði, síðast skólastjóri þar 1920–31. Dvaldist þar til 1935, en síðan í Rv.

Kona: Guðrún Lúðvíksdóttir steinsmiðs í Rv., Alexíussonar.

Synir þeirra: Bjarni póstmaður á Ísafirði, Viggó kaupm. í Rv., síðar erlendis (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.